Segjast hafa skotið gervihnetti á braut um jörðu

Byltingavarðlið í Íran fullyrðir að því hafi tekist að skjóta …
Byltingavarðlið í Íran fullyrðir að því hafi tekist að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. AFP

Byltingavarðlið í Íran fullyrðir að því hafi tekist að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Þetta er í fyrsta sinn sem varðliðinu tekst slíkt en gervihnöttinn á að nota í hernaðarlegum tilgangi. 

Gervihnötturinn, sem ber heitið Nur, eða Ljós, var skotið á braut í um 425 kílómetra jarlægð frá jörðu að því er segir í tilkynningu

Ef rétt reynist verða áhrifin líklega sú að enn eykst spennan á milli Íran og Bandaríkjanna. Skömmu eftir að tilkynningin barst frá byltingavarðliðinu fyrirskipaði Donald Trump Bandaríkjaforseti her sínum að skjóta á og sökkva öllum írönskum smærri herskipum sem herja á eða trufla för bandarískra herskipa. 

Vika er frá því að vopnaðir hraðbátar íranska byltingavarðliðsins sigldu í návígi við bandarísk her- og strandgæsluskip á norðanverðum Persóflóa. Fyrirskipun Trump gengur lengra en þegar svipað átti sér stað 2016 og 2017. Þá fengu herskipin fyrirmæli um að skjóta viðvörunarskotum. 

Talsmaður byltingavarðliðsins gagnrýnir Trump og segir að í „stað þess að hrekkja aðra“ ættu Bandaríkin að einbeita sér að því að „bjarga eigin borgurum sem hafa sýkst af kórónuveirunni“. 

Litlu mátti muna að stríð brytist út milli ríkjanna í janúar þegar bandaríski herinn felldi íranska herforingjann Qassem Soleimani. Íranar svöruðu með tveimur flugskeyta árásum á bandarískar herstöðvar á flugvöllum í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert