Biden reiðubúinn í kappræður við Trump

Biden segist varla geta beðið.
Biden segist varla geta beðið. AFP

Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segist reiðubúinn í kappræður við forsetann Donald Trump, jafnvel þótt þær færu fram í gegnum Zoom eða annan fjarfundarbúnað.

„Ég get varla beðið eftir að rökræða við Donald Trump,“ sagði Biden við stuðningsmenn sína á stafrænum stuðningsfundi í dag.

„Ég er tilbúinn að rökræða við hann,“ sagði fyrrverandi varaforsetinn. „Zoom eða Skype eða Slack eða Hangouts eða augliti til auglitis, hvenær sem er, hvar sem hann vill.“

Síðustu kappræður Bidens og öldungadeildarþingmannsins Bernie Sanders fóru fram 15. mars án þess að áhorfendur væru viðstaddir, þar sem þá var kórónuveiran þegar komin á kreik í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert