Glíma enn við eftirköstin

Hjónin Anjana og Rabindra Tajale vinna að byggingunni.
Hjónin Anjana og Rabindra Tajale vinna að byggingunni. AFP

Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því jarðskjálfti upp á 7,8 stig reið yfir Nepal eru margir enn að glíma við eftirköstin. Meðal þeirra er Krishna Maya Khadka en hún missti bæði eiginmann í skjálftanum og heimilið þar sem fjölskylda hennar hafði búið kynslóðum saman.

Líkt og hundruð þúsunda Nepala sem misstu húsnæðið í jarðskjálftanum býr hún í pínulitlum kofa með einu herbergi. Skjálftinn, sem reið yfir 25. apríl 2015, kostaði tæplega níu þúsund mannslíf og milljónir urðu heimilislausar. 

AFP

Hæg uppbygging hefur verið harðlega gagnrýnd ekki síst vegna deilna á milli stjórnmálamanna, skriffinnsku og glundroða. 

Um fjórðungur heimila sem urðu eyðileggingunni að bráð hafa ekki verið byggð upp að nýju þrátt fyrir að yfirvöld segir að enduruppbyggingu verði lokið innan árs.

Þeir sem hafa fengið nýtt heimili, líkt og Khadka, segja að styrkurinn frá stjórnvöldum upp á 356 þúsund krónur sé allt of lág fjárhæð. Það hafi orðið til þess að fjölskyldur hafa þurft að láta sér nægja pínulítið húnsæði.

AFP

„Þeir sem eiga nægja peninga eru ekki í neinum vandræðum og eru þegar farnir að byggja en fátækt fólk eins við þjáist,“ segir Khadka. Hún býr ásamt dóttur sinni, nokkrum geitum og hænum í Sindhupalchowk-héraði sem varð mjög illa úti í skjálftanum.

„Þetta líkist að engu leyti gamla heimilinu okkar. Nú borðum við og sofum í sama herberginu. Þa er mjög erfitt. Það var vonlaust fyrir mig að fá stærra húsnæði og ég varð jafnvel að taka lán til að geta eignast þetta litla hús.“

AFP

Hefð er fyrir því á landsbyggðinni í Nepal að búa í leir- og steinhúsum sem eru tvær til þrjár hæðir með rými fyrir stórfjölskylduna, húsdýrin og korngeymslu. Í rannsókn sem gerð var í fyrra sýnir að sá fjöldi sem býr í 26-50 fm húsæði hefur tvöfaldast eftir skjálftann. 

AFP

Í borginni Bhaktapur, sem er skammt frá höfuðborginni Katmandú, er Anjana Tajale að leggja lokahönd á byggingu tveggja herbergja kofa sem hún fjármagnaði með sölu lands fjölskyldunnar. Land sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar lengi. 

Tajale og fjölskylda hennar, sjö einstaklingar, bjuggu í neyðarskýli sem þau útbjuggu á landi sínu fyrsta árið eftirskjálftann. Síðan neyddust þau til þess að selja landið og flytja í  byggingu sem var metin áhæf til búsetu en núna stendur til að þau flytji í nýja húsnæðið. Hún segist vonast til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir aðstæðum fólks. Skynsamlegra hefði verið ef stjórnvöld hefðu staðið öðruvísi að greiðslu styrkja til þeirra sem virkilega þurftu á þeim að halda.

ROBERTO SCHMIDT

Fulltrúi Nepals við Alþjóðabankann, Faris Hadad-Zervos, segir að það sé forgangsmál og hafi verið það allt frá því skjálftinn reið yfir, að tryggja fjölskyldur sem misstu heimili sitt kæmust í öruggt skjól. Alþjóðabankinn lagði fram hálfan milljarð Bandaríkjadala í neyðarlán til Nepals.

AFP

Yfirmaður enduruppbyggingar í Nepal, Sushil Gyewali, segir að styrkurinn sem fjölskyldur fengu sé í takt við stöðu efnahagsmála í ríkinu. Um 9 milljarðar Bandaríkjadala séu eyrnamerktir þessum styrkjum.

Eyðileggingin í Nepal var gífurleg.
Eyðileggingin í Nepal var gífurleg. AFP

Eitt af því sem hefur verið bent á er að margir hafi nýtt styrkinn í að byggja við gömlu húsin sem þeir áttu og það bjóði hættunni heim ef annar skjálfti af þessari stærð ríður yfir landið. En skjálftinn 2015 var sá stærsti í Nepal í 80 ár.

PRAKASH MATHEMA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert