300.000 Bretar hættir að reykja

Um 2% sögðust hafa hætt að reykja vegna áhyggja af …
Um 2% sögðust hafa hætt að reykja vegna áhyggja af kórónuveirunni. AFP

Talið er að fleiri en 300.000 breskir reykingamenn hafi hætt að reykja vegna kórónuveirufaraldursins, en ýmislegt bendir til þess að reykingamenn séu líklegri til að veikjast alvarlega sökum veirunnar.

Þá er talið að allt að 550.000 reykingamenn til viðbótar hafi reynt að hætta. Loks hafa 2,4 milljónir breskra reykingamanna dregið úr reykingum.

Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar á áhrifum kórónuveirunnar á reykingafólk. Rannsóknin náði til rúmlega þúsund manns. Um 2% sögðust hafa hætt að reykja vegna áhyggja af kórónuveirunni, 36% höfðu minnkað reykingar og 27% sögðust nú líklegri til að hætta reykingum en áður.

Umfjöllun Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert