Tveir handteknir eftir „misheppnað valdarán“

Nicolas Maduro.
Nicolas Maduro. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að tveir bandarískir „málaliðar“ hafi verið handteknir eftir misheppnaða valdaránstilraun um síðustu helgi.

Í ávarpi sínu í gærkvöldi sem sýnt var í beinni útsendingu veifaði Maduro því sem hann sagði vera bandarísk vegabréf og ökuskírteini tveggja manna. Þá sagðist hann einnig hana í sínum umráðum starfsmanna kort mannanna frá Silvercorp, öryggisfyrirtæki í Flórída. 

Maduro sýndi einnig ljósmynd sem hann sagði að tekin hafði verið af mönnunum eftir handtöku þeirra. Hann sakaði mennina um að leika „Rambo“ í misheppnaðri árás sem átti að steypa honum af stóli. 

Forstjóri Silvercorp, Jordan Goudreau, segir að mennirnir tveir voru hluti af stærri hóp sem, sem ásamt 6 Venesúelamönnum, hafi verið uppleystur á mánudag eftir að leynilegri „aðgerð Gideon“ var hleypt af stokkunum. Samkvæmt CNN segir Goudreau að aðrir liðsmenn hópsins hafi verið handteknir eða drepnir á sunnudag. 

Goudreau segir mennina tvo vera þá Airan Berry og Luke Denman, sem líkt og hann sjálfur, séu fyrrum liðsmenn sérsveita Bandaríkjahers.

mbl.is