„Valdaránið“ tengist ekki Bandaríkjastjórn

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bandarísk yfirvöld hafi hvergi komið nærri meintri valdaránstilraun í Venesúela þar sem tveir Bandaríkjamenn voru handteknir.  

„Þetta tengist ríkisstjórninni okkar ekki neitt,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Nicolas Madoro, forseti Venesúela, sagði að tveir bandarískir ríkisborgarar hefðu verið á meðal þeirra sem voru handteknir eftir að hersveitir hans stöðvuðu „innrás“ frá ströndinni.

mbl.is