Neitar að láta takmarka völd sín

Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í dag.
Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur synjað staðfestingar þingsamþykkt sem ætlað var að takmarka völd hans til stríðsaðgerða í Íran.

Trump segir í yfirlýsingu að hann hafi neitað að staðfesta samþykktina þar sem honum hafi fundist hún „mjög móðgandi“. Sömuleiðis byggist hún á misskilningi á staðreyndum og lögum.

Bandaríkjaþing samþykkti þingsamþykktina, þvert á flokkslínur, í marsmánuði. Var það vegna ótta á meðal þingmanna beggja flokka um að stjórnvöld væru að ráfa inn í stríð við Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina