Lögmannsréttur úrskurðar Hagen í vil

Svein Holden lögmaður Tom Hagen ræðir við blaðamenn eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn …
Svein Holden lögmaður Tom Hagen ræðir við blaðamenn eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn fyrir héraðsdómi 29. apríl. AFP

Lögmannsréttur Eiðsifjaþings í Noregi úrskurðaði nú fyrir skömmu að norska fjárfestinum og auðmanninum Tom Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldinu sem Héraðsdómur Nedre-Romerike úrskurðaði hann í til fjögurra vikna 29. apríl. Hann situr þó áfram þar sem lögreglan áfrýjaði úrskurðinum strax til Hæstaréttar.

Lögmaður Hagen, Svein Holden, kærði úrskurðinn til lögmannsréttarins í síðustu viku en tafir urðu á málinu vegna hægagangs lögreglu við að leggja fram gögn. Fékk lögregla frest þar til klukkan níu í gærmorgun til að leggja gögn sín fyrir dóminn en hefði átt að gera það á þriðjudag.

Einn með sératkvæði

Tveir dómarar af þremur töldu ekki rökstuddan grun liggja fyrir í málinu um að Hagen hefði ráðið, eða látið ráða, eiginkonu sína Anne-Elisabeth Hagen af dögum haustið 2018.

„Meirihlutinn telur að stór hluti þeirra gagna sem ákæruvaldið hefur lagt fram renni litlum stoðum undir skjalfestan grun [n. siktelse] um manndráp eða hlutdeild í manndrápi,“ segir í úrskurðarorðum lögmannsréttarins.

Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sönnunargögn lögreglu byggja á nægilega traustum grunni til að halda Hagen í gæsluvarðhaldinu. Framhald varðhaldsins veltur nú á niðurstöðu Hæstaréttar.

Svein Holden ræddi við mbl.is á föstudaginn og sagði gæsluvarðhaldsúrskurðinn hafa verið umbjóðanda sínum hreint áfall og komið honum mjög í opna skjöldu.

NRK

VG

ABC Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert