Tom Hagen frjáls maður

Svein Holden kemur á lögreglustöðina í Lillestrøm eftir að skjólstæðingur …
Svein Holden kemur á lögreglustöðina í Lillestrøm eftir að skjólstæðingur hans var handtekinn 28. apríl. AFP

Hæstiréttur Noregs úrskurðaði nú fyrir skömmu að ekki teldust efni til að halda fjárfestinum og auðmanninum Tom Hagen lengur í gæsluvarðhaldi og féllst þar með á rök meirihluta Lögmannsréttar Eiðsifjaþings þar sem tveir af þremur dómurum kváðu í gær upp þann úrskurð að málatilbúnaður og gögn lögreglunnar nægði ekki til að réttlæta gæsluvarðhald.

„Þetta kemur mér lítið á óvart,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen, við blaðamenn rétt í þessu fyrir utan fangelsið þar sem hann beið þess að hitta skjólstæðing sinn.

Til þess að handtaka Hagen á ný segir Holden lögreglu þurfa að bera fyrir sig nýjar upplýsingar sem skipti verulegu máli en eins og mbl.is greindi frá í dag hefur maður á fertugsaldri, sem mun sérfróður um rafmynt og notkun hennar, nú verið handtekinn. Af þessu fréttir Hagen ekki fyrr en hann hittir lögmann sinn þar sem hann hefur setið í algjörri einangrun síðan 29. apríl.

Austurumdæmi lögreglunnar segist í fréttatilkynningu nú munu leggjast yfir úrskurð Hæstaréttar. „Við höldum okkur til að byrja með við úrskurð lögmannsréttarins um að grundvöllur gæsluvarðhalds yfir Tom Hagen hafi ekki verið til staðar sem komið er. Rannsóknin heldur áfram og Tom Hagen hefur enn stöðu grunaðs í henni,“ segir Haris Hrenovica, saksóknari austurumdæmisins.

NRK

VG

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert