Fjórar og hálf milljón staðfestra tilfella

Rúm­lega fjór­ir mánuðir eru frá því að far­ald­ur­inn hóf að …
Rúm­lega fjór­ir mánuðir eru frá því að far­ald­ur­inn hóf að breiðast út. AFP

Rúmlega 4,5 milljónir kórónuveirusmita hafa verið staðfest í heiminum. Alls hafa 4.516.360 smit­ast í 195 ríkj­um frá því að far­ald­ur­inn braust út í Kína í lok síðasta árs. Af þeim hafa 1.622.354 náð full­um bata.

306.051 hafa látið lífið af völd­um veirunn­ar, flest­ir í Banda­ríkj­un­um eða rúm­lega 88 þúsund. Bret­land kem­ur þar á eft­ir með rúm­lega 33 þúsund dauðsföll.

Þar á eft­ir kem­ur Ítal­ía þar sem rúm­lega 31 þúsund hefur látið lífið. Í Evr­ópu hafa sam­an­lagt 164.145 lát­ist af völd­um COVID-19. 

Hér má sjá tölfræði John Hopkins-háskólans yfir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert