Vonast eftir bóluefni fyrir árslok

Donald Trump á blaðamannafundinum í dag.
Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vonast til að bóluefni við kórónuveirunni verði tilbúið fyrir lok þessa árs. Hann hefur ráðið fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis til að hafa yfirumsjón með verkinu.

„Við vonumst til að það verði tilbúið í lok ársins ef mögulegt er, kannski fyrr,“ sagði Trump. „Ég held að við fáum góða niðurstöðu mjög fljótlega.“

Meiri bjartsýni ríkir hjá Trump varðandi bóluefni heldur en í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu greindi frá því í gær að miðað við bjartsýnustu spár verði bólefni tilbúið innan eins árs.

Trump tilkynnti að þeir Moncef Slaoui, fyrrverandi yfirmaður GSK Vaccines, og hershöfðinginn Gustave Perna, muni stjórna aðgerðinni „Warp Speed“. Forsetinn bætti við að ríkisstjórnin ætli að veita 10 milljörðum dala í rannsóknir vegna bóluefnis. Hann bar þetta saman við Manhattan-verkefnið í síðari heimsstyrjöldinni, sem leiddi til þróunar kjarnorkuvopna.

Trump sagði Bandaríkin starfa með mörgum öðrum þjóðum við gerð bóluefnis.

mbl.is