Sendiherra Kína í Ísrael fannst látinn

Lögreglan í Tel Aviv að störfum.
Lögreglan í Tel Aviv að störfum. AFP

Sendiherra Kína í Ísrael, Du Wei, lést í íbúð sinni í úthverfi borgarinnar Tel Aviv.

Ísraelskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Du, sem var 58 ára, fannst látinn í rúminu sínu. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök, að sögn BBC.

Hann var skipaður sendiherra í febrúar síðastliðnum en starfaði áður sem erindreki Kína í Úkraínu.

Du var kvæntur og átti son en ekki er talið að fjölskyldan hans hafi verið í Ísrael þegar hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert