Trump tekur umdeilt malaríulyf

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann tæki malaríu­lyfið hydroxychloroquine. Skiptar skoðanir eru á meðal læknismenntaðra um hvort lyfið virki gegn kórónuveirunni.

Dr. Ant­hony S. Fauci, einn helsti sér­fræðing­ur for­seta Banda­ríkj­anna varðandi far­sótt­ina, hefur beðið fólk um að fara var­lega í að nota lyf­ið þar sem ekki liggi fyr­ir nein staðfest­ing á að það virki á veiruna.

Trump benti á að hann hefði fengið neikvæða niðurstöðu úr veiruprófi og sýndi engin einkenni. Engu að síður hefði hann tekið malaríulyfið í um eina og hálfa viku.

„Ég tek töflu á hverjum degi,“ sagði Trump.

Aðspurður sagðist hann gera það vegna þess að það væri gott og hann hefði heyrt góðar sögur.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert