Tíðarandi hættulegur hinsegin fólki

„Fólk er hrætt í Ungverjalandi þegar fólk upplifir það að réttindi eru tekin af þeim,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, en á þriðjudag voru samþykkt lög í landinu þar sem breytingar á kynskráningu eru bannaðar. Fólk má því ekki breyta skráðu kyni í samræmi við eigin kynvitund. Kyn á fæðingarvottorði er því aftur orðið varanlegt. Hún segir þetta enn eitt dæmi um ógnvekjandi þróun í Evrópu en hatursglæpum fjölgi einmitt í kjölfar umræðu af þessu tagi.

Ríkisstjórn harðlínumannsins Viktors Orban, sem nýverið tók sér alræðisvald í landinu, samþykkti lögin þrátt fyrir mótbárur stjórnarandstæðinga og samtaka hinsegin fólks en herferðinni „#Drop33“ var beint gegn lagasetningunni á samfélagsmiðlum. 

„Það sem hefur einnig gerst í Ungverjalandi er að kynjafræði hefur verið bönnuð í háskólum þannig að þetta helst í hendur við tíðaranda sem er mjög hættulegur hinsegin fólki,“ segir Þorbjörg en rætt er við hana um ástandið í Ungverjalandi í myndskeiðinu. 

BBC fjallaði um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert