Tveggja daga barn lést af völdum veirunnar

Heilbrigðisstarfsmaður í hlífðarbúningi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
Heilbrigðisstarfsmaður í hlífðarbúningi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. AFP

Tveggja daga barn lést af völdum kórónuveirunnar í Suður-Afríku.

Móðirin greindist með veiruna og í framhaldinu greindist barnið einnig með hana, að sögn heilbrigðisráðherra landsins.

Barnið fæddist fyrir tímann og þurfti á súrefni að halda vegna þess, að sögn BBC.

Alls hafa 339 látist í Suður-Afríku vegna veirunnar og yfir 18 þúsund smit hafa greinst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert