Vann fyrir 11 forseta og lést af völdum COVID-19

Jackie Kennedy veitti Roosevelt stöðuhækkun þegar hún var forsetafrú.
Jackie Kennedy veitti Roosevelt stöðuhækkun þegar hún var forsetafrú.

Fyrrverandi ráðsmaður í Hvíta húsinu sem starfaði fyrir 11 forseta á lífsleiðinni á yfir fimm áratugum er látinn af völdum kórónuveirunnar, 91 árs að aldri. 

Jackie Kennedy tók fyrst eftir Wilson Roosevelt Jerman þegar hann starfaði við þrif í Hvíta húsinu. Forsetafrúin fyrrverandi veitti honum stöðuhækkun og hóf hann þá störf sem ráðsmaður. 

Hann átti í sérstaklega góðu sambandi við Kennedy hjónin á árunum 1961 til 1963, og síðar við Obama hjónin sem bjuggu í Hvíta húsinu á árunum 2008 til 2016. 

Hann lauk störfum árið 2012 og lést um síðustu helgi.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina