Stakk föður sinn til bana á Zoom-fundi

AFP

72 ára gamall karlmaður í New York-ríki var stunginn til bana af syni sínum á Zoom-fundi með 20 öðrum þátttakendum. 

Thomas Scully-Powers, 32 ára, réðst á föður sinn, Dwight Powers, með eggvopni og stökk síðan út um glugga og flúði vettvang. Lögregla handtók hann um klukkustund síðar eftir að þátttakendur á Zoom-fundinum gerðu lögreglu viðvart. Ekki liggur fyrir hvað bjó að baki morðinu, en Scully-Powers hefur verið ákærður fyrir manndráp. 

Fram kemur á BBC að frekari upplýsinga sé að vænta frá lögreglu þegar Scully-Powers, sem hlaut minni háttar áverka, verður útskrifaður af sjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert