Yfir 20 þúsund dauðsföll í Brasilíu

Ástandið er ekki gott í Brasilíu.
Ástandið er ekki gott í Brasilíu. AFP

Brasilía er sjötta landið í heiminum þar sem fleiri en 20 þúsund dauðsföll vegna kórónuveirufaraldursins hafa verið staðfest. Tæplega 1.200 létust þar í landi vegna veirunnar síðastliðinn sólarhring.

Sérfræðingar vara við því að enn séu nokkrar vikur í að hápunkti faraldursins verði náð í Brasilíu og ófullnægjandi skimanir valdi því að dánartölur séu líklega mun hærri en opinberu tölurnar.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur reynt að gera sem minnst úr veirunni og sagði í vikunni að fólk hefði „óþarfa áhyggjur yfir smá flensu“. 

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AFP

Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf í vikunni út ráðleggingar um að læknar gefi út lyfseðla fyr­ir malaríu­lyf­in Chloroquine og Hydroxychloroquine til allra sem eru með ein­kenni kór­ónu­veirunn­ar, sama hversu lít­il ein­kenn­in eru. Þetta hef­ur Bol­son­aro þrýst á þrátt fyr­ir að litl­ar sem eng­ar sönn­ur séu á að lyf­in gagn­ist við COVID-19. 

mbl.is

Kórónuveiran

3. júní 2020 kl. 13:09
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir