Smitaði 84 viðskiptavini af veirunni

AFP

Hárgreiðslumeistari í Missouri með kórónuveiruna hélt áfram að vinna í átta daga, þrátt fyrir að finna fyrir einkennum og smitaði mögulega 91 viðskiptavin og samstarfsmann af veirunni. 

Samkvæmt frétt CNN voru margir viðskiptavinanna með andlitsgrímur og hanska. Öllum 91 verður boðin sýnataka, 84 viðskiptavinum og 7 samstarfsmönnum. Heilbrigðisyfirvöld í Springfield-Greene vonast til þess að varúðarráðstafanir hafi komið í veg fyrir smit hjá þeim einstaklingum sem voru með grímur og hanska. 

Heilbrigðisyfirvöldum tókst að rekja ferðir hárgreiðslumeistarans. Auk þess að sinna starfi sínu fór hann meðal annars í kjörbúð, apótek og ísbúð. 

Yfir 96.000 manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum og staðfest smit eru rúmlega 1,6 milljónir.

mbl.is