Býflugurnar aldrei haft það betra

„Á þessum tveimur, þremur mánuðum sem kórónuveirufaraldurinn hefur knésett flestar þjóðir er býflugan sú eina sem hefur haldið áfram störfum. Hún er sigurvegarinn sem stendur eftir,“ segir albanskur býflugnabóndi við AFP í myndskeiðinu að ofan.

Þar er sagt frá því að aldrei hafi býflugnarækt og hunangsframleiðsla staðið traustari fótum í landinu en nú. Annar býflugnabóndi en sá sem tekur til máls að ofan segist aldrei hafa séð annað eins á þeirri hálfu öld sem hann hefur verið að störfum.

Býflugurnar eru lausar við skordýraeitur sem notað er í aðra framleiðslu, þar sem hún er fallin niður. Af sömu sökum er mengunin minni og kyrrðin, sem sögð er hjálpa þeim að athafna sig í ró og næði. 

mbl.is