Ekkert dauðsfall í fyrsta sinn í tíu vikur

Leo Varadkar ásamt heilbrigðisstarfsfólki.
Leo Varadkar ásamt heilbrigðisstarfsfólki. AFP

Í fyrsta sinn í tíu vikur lést enginn af völdum kórónuveirunnar á Írlandi síðasta sólarhringinn.

Þetta kom fram í tilkynningu frá írsku ríkisstjórninni. Síðasta dauðsfallið varð 11. mars.

Forsætisráðherrann Leo Varadkar, sem sagði af sér embætti á dögunum, sagði tíðindin „mikilvægan áfanga“ og bætti við á Twitter: „Þetta er dagur vonar. Við munum sigra.“

Ein vika er liðin síðan Írar hófu afléttingar á takmörkunum vegna veirunnar sem höfðu verið upp í tvo mánuði.

Alls hafa 1.606 látist af völdum COVID-19 á Írlandi og 24.698 hafa greinst með smit. Mest létust 77 manns á einum degi 20. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert