Fékk fylgd frá skógarbirni niður fjall

Björninn veitti Alessandro athygli í fjallshlíðinni en drengnum tókst að …
Björninn veitti Alessandro athygli í fjallshlíðinni en drengnum tókst að halda ró sinni og gekk hann rólega niður hlíðina og fékk hann góð fyrirmæli frá föður sínum. Mynd úr safni. AFP

Fjallgönguferð ítalskrar fjölskyldu tók óvænta stefnu á dögunum þegar stærðarinnar skógarbjörn veitti fjölskyldunni athygli og elti Alessandro, 12 ára gamlan ítalskan dreng, niður fjallshlíð í Trentino í norðurhluta landsins. 

Björninn fylgdi Alessandro niður fjallshlíðina og faðir hans tók myndskeið af birninum, sem fer nokkrum sinnum upp á afturfæturna. Myndskeiðið hefur vakið verðskuldaða athygli, ekki síst þar sem Alessandro og faðir hans halda ró sinni allan tímann. Í fjarska má hins vegar heyra í móðurinni sem stendur ekki alveg á sama. 

Allt fór þó vel að lokum en myndskeiðið má sjá hér: 

mbl.is