Konungur fjárhættuspila látinn

Stanley Ho á góðri stundu fyrir nokkrum árum.
Stanley Ho á góðri stundu fyrir nokkrum árum.

Auðjöfurinn Stanley Ho, oft kallaður konungur fjárhættuspila, er látinn 98 ára að aldri. Hann var einn allra ríkasti maður Asía, en auðæfi hans voru verðmetin á um sex milljarða Bandaríkjadala. Milljarðamæringurinn var ekki síst þekktur fyrir að hafa breytt Macau úr fámennu og rólegu samfélagi í fjárhættuspilahöfuðborg Asíu. 

Ho hlaut á sjöunda áratugnum einkarétt á uppsetningu og starfsemi spilavíta í Macau. Fyrirtæki Ho, SJM Holdings, er nú með yfir 20 spilavíti í Macau. Undanfarna áratugi hafði hann jafnframt útvíkkað starfsemi sína og var þegar hann lést með spilavíti í fjölda landa, þar á meðal Portúgal og N-Kóreu. Að auki var hann stórtækur í viðskiptum á fasteignamarkaðnum í Hong Kong. 

Ho átti sjálfur 17 börn og fjórar eiginkonur, en ekki er víst hvernig auðæfin skiptast þeirra á milli. Deilur Ho og fjölskyldu rötuðu á sínum tíma í fréttirnar þar sem hann sakaði fjölskylduna um tilraun til að ræna hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert