Tíu daga þjóðarsorg á Spáni

Nærri 27 þúsund Spánverjar hafa látið lífið í faraldrinum þar …
Nærri 27 þúsund Spánverjar hafa látið lífið í faraldrinum þar í landi. AFP

Yfirvöld á Spáni hafa ákveðið að lýsa yfir tíu daga þjóðarsorg til að minnast þeirra sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar.

Nærri 27 þúsund Spánverjar hafa látið lífið í faraldrinum þar í landi. Þjóðarsorgin hefst á miðvikudag og verða þá allir fánar opinberra bygginga hífðir í hálfa stöng.

Í færslu á Twitter segir forsætisráðherrann Pedro Sanchez að um sé að ræða lengstu þjóðarsorg í sögu spænska lýðveldisins.

mbl.is