Varað við grímunotkun ungra barna

Börn yngri en tveggja ára ættu ekki að vera með …
Börn yngri en tveggja ára ættu ekki að vera með andlitsgrímu. AFP

Barnalæknafélag Japans ráðleggur foreldrum að láta ekki andlitsgrímur á börn yngri en tveggja ára vegna þess að þau gætu lent í öndunarerfiðleikum og átt á hættu að kafna.

Greint er frá málinu á vef BBC. Samkvæmt Barnalæknafélagi Japans gæti álag á hjarta ungra barna aukist við grímunotkun.

Enn fremur er vitnað í bandarískt læknafélag sem ræður fólki frá því að setja grímur á börn yngri en tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert