Dauðsföll orðin 100.000 í Bandaríkjunum

Fjöldi skráðra tilfella í Bandaríkjunum er nú nærri 1,7 milljónir.
Fjöldi skráðra tilfella í Bandaríkjunum er nú nærri 1,7 milljónir. AFP

Dauðsföll vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum eru orðin 100 þúsund talsins samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla. 

Hvergi annars staðar í heiminum eru dauðsföll svo mörg, en heildarfjöldi skráðra dauðsfalla vegna kórónuveirunnar á heimsvísu eru rúmlega 353 þúsund.

Fjöldi skráðra tilfella í Bandaríkjunum er nú nærri 1,7 milljónir, en talið er að bæði sú tala og tala látinna af völdum kórónuveirunnar sé í raun mun hærri.

mbl.is