Framleiðsla á 737 MAX hefst á ný

Framleiðslan er hafin á nýjan leik hjá Boeing.
Framleiðslan er hafin á nýjan leik hjá Boeing. AFP

Boeing hefur hafið framleiðslu á flugvélunum 737 MAX á nýjan leik eftir að tvö mannskæð slys leiddu til þess að vélarnar voru kyrrsettar um heim allan.

Framleiðslan verður þó ekki umfangsmikil, að því er kom fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

737 MAX-vélarnar hafa ekki verið notaðar í farþegaflugi síðan í mars í fyrra. Bandarísk flugmálayfirvöld, sem og aðrar stofnanir hafa enn ekki gefið grænt ljós á að þær geti farið aftur í loftið.

mbl.is