Kórónuveiran hefur kostað yfir 350 þúsund mannslíf

AFP

Meira en 350 þúsund eru látnir vegna kórónuveirunnar sem fyrst greindist í Kína í desember. Langflestir hafa látist í Bandaríkjunum eða 98.929 en alls hafa tæplega 5,6 milljónir jarðarbúa greinst með smit.

Af þeim 350.196 sem eru látnir hafa 173.713 látist í Evrópu en staðfest smit í álfunni eru nú 2.057.414. Í Bretlandi eru 37.048 látnir, 32.955 á Ítalíu og í Frakklandi eru skráð dauðsföll  28.530. Á Spáni eru dauðsföllin 27.117 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert