Næstflestir hafa smitast í Brasilíu

Skimun fyrir utan verslunarmiðstöð í Brasilíu.
Skimun fyrir utan verslunarmiðstöð í Brasilíu. AFP

Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af því að útbreiðsla kórónuveirunnar í Brasilíu, Perú og Síle virðist vera að aukast.

„Í Suður-Ameríku höfum við sérstakar áhyggjur yfir því að fjöldi tilfella í síðustu viku í Brasilíu var sá mesti á sjö daga tímabili frá því faraldurinn hófst,“ sagði Carissa Etienne, yfirmaður hjá heilbrigðisstofnuninni Pan American (PAHO), sem er staðsett í Washington í Bandaríkjunum. Hún er hluti af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). 

Dr. Carissa Etienne.
Dr. Carissa Etienne. AFP

„Mörg tilfelli eru einnig að greinast í Perú og Síle sem sýnir að veiran er enn á uppleið í þessum löndum,“ sagði hún.

Alls hafa um 730 þúsund tilfelli kórónuveirunnar, af 5 milljónum í heiminum öllum, greinst í Suður-Ameríku. Yfir 39.500 hafa látist. Fleiri smitast þar daglega heldur en í Evrópu og Bandaríkjunum.

Í Brasilíu hafa 25 þúsund manns látist, sem er það sjötta mesta í heiminum, og yfir 411 þúsund hafa smitast, sem er það næstmesta í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Síðasta sólarhringinn voru 1.086 tilfelli veirunnar staðfest.

Í Perú voru 6.154 ný tilfelli veirunnar staðfest í landinu síðasta sólarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert