Sýknaður af kæru vegna kústafantasíu

Um var að ræða samning sem Leroy hafði gert við …
Um var að ræða samning sem Leroy hafði gert við annan mann sem réð hann til að binda manninn og strjúka honum með kústi.

Ástralskur maður sem ráðinn var af öðrum manni til að brjótast inn á heimili hans, binda hann og strjúka honum með kústi var sýknaður eftir að ástralski maðurinn hafði óvart farið í vitlaust hús og því ógnað manni sem hafði ekki óskað eftir því. 

Terrence Leroy, sá sýknaði, og félagi hans komu á sveitaheimili á rólegum sunnudagsmorgni í júlí í fyrra vopnaðir og tilbúnir til að framkvæma fantasíuna sem maðurinn skipulagði með félögunum á Facebook. Þeir áttu að fá um hálfa milljón íslenskra króna fyrir verknaðinn. 

Báðust afsökunar og fóru

Hinn grunlausi íbúi var í rúminu þegar boðflennurnar bar að garði og hélt að þar væri á ferðinni vinur hans sem ætlaði að koma til hans og hella upp á kaffi og sagði: „hypjaðu þig, það er of snemmt“.

Þegar mennirnir sögðu nafn mannsins sem þeir höfðu ætlað að heimsækja áttaði íbúinn sig óttasleginn og sá að mennirnir héldu á hníf. 

Eftir að þeir gerðu sér grein fyrir því að þarna væri á ferðinni grunlaus íbúi en ekki maðurinn sem hafði beðið um að fá fantasíu sína uppfyllta báðu þeir hann afsökunar og yfirgáfu húsið. 

Borðuðu saman morgunmat og sofnuðu en slepptu fantasíunni

Á meðan réttarhöldunum stóð hélt lögfræðingur Leroy því fram að ætlun hans hefði ekki verið að hræða ókunnuga manninn. Um var að ræða samning sem Leroy hafði gert við annan mann sem réð hann til að binda manninn og strjúka honum með kústi. 

Eftir að hafa afsakað sig fóru Leroy og félagi hans að heimili mannsins sem hafði ráðið þá til verksins en í stað upphaflegrar áætlunar borðuðu þeir saman morgunverð og Leroy sofnaði. Stuttu síðar kom lögregla á staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert