Veitingamenn snúa vörn í sókn

Menn vonast nú til að líf og fjör færist yfir …
Menn vonast nú til að líf og fjör færist yfir veitingastaði, öldur- og kaffihús í borginni eftir samkomubann. AFP

Veitastaðir, kaffihús og krár í París, höfuðborg Frakklands, mega setja fleiri borð og stóla utandyra þegar staðirnir opna á nýjan leik á þriðjudag eftir að hafa verið lokaðir í tvo mánuði vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að staðirnir geta tekið á móti fleiri gestum þar sem enn um sinn verður óheimilt að snæða innandyra. 

„Í þessari kreppu verður Parísarborg að styðja sína veitingastaði og krár. Staðirnir eru hjartað í borginni,“ sagði Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, í samtali við sunnudagsútgáfu Parisien. 

Veitingastaðir hafa verið lokaðir í tvo mánuði vegna ástandsins. Á …
Veitingastaðir hafa verið lokaðir í tvo mánuði vegna ástandsins. Á þriðjudag mun aftur færast líf í öldurhús, veitingastaði og kaffihús. AFP

Á meðan aðrir veitingastaðir vítt og breitt um Frakkland geta opnað að fullu aftur á þriðjudag, eru aðstæður í París með öðrum hætti. Þar er enn mikil smithætta og mörg smit í gangi. Af þeim sökum verður stöðunum heimilt að opna á ný, en með ofangreindum takmörkunum. 

Þeim er þó heimilt að dreifa sér yfir gangstéttir og torg, og mega jafnvel setja upp borð á bílastæðum sem eru við staðina. 

Franskri krárareigendur bíða eflaust spenntir eftir að fá til sín …
Franskri krárareigendur bíða eflaust spenntir eftir að fá til sín þyrsta viðskiptavini á sólríkum dögum sem eru fram undan. AFP

Þá er þeim enn fremur heimilt að útvíkka verandir, svo lengi sem það sé gert með samþykki annarra í nágrenninu. 

Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að létta undir með veitingamönnum, m.a. með því að fella niður gjöld tímabundið á meðan staðirnir vinna að því að ná sér aftur á strik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert