Uppreisn í tískuheiminum?

Belgíski hönnuðurinn Dries Van Noten er í fararbroddi innanbúðarmanna í …
Belgíski hönnuðurinn Dries Van Noten er í fararbroddi innanbúðarmanna í tískuheiminum, sem vilja draga úr hraða, sóun og offramleiðslu. AFP

Ýmsir frammámenn í tískuheiminum gagnrýna nú hraðann, óþarfann og sóunina í framleiðslu á fatnaði. Þeir vilja að tískuhúsin hætti að setja fram nýjar fatalínur jafn ört og nú er. Líftími fata í verslunum áður þau fara á útsölu eigi að vera lengri. 

Meðal þeirra, sem hafa gagnrýnt hraðann og offramboðið eru Anthony Vaccarello, hönnuður hjá Saint Laurent, og Alessandro Michele hjá Gucci. Giorgio Armani, sem enn er að orðinn 85 ára gamall, hefur einnig sett sitt lóð á vogarskálarnar.

Opið bréf frá tveimur hönnuðum, Belganum Dries Van Noten og hinni upprennandi frönsku stjörnu Marine Serre, þar sem tísubransinn er gagnrýndur og hvatt til þess að áhrif kórónuveirufaraldursins á viðskiptalífið verði notuð til að endurskoða vinnubrögð, hefur vakið athygli. Hafa nokkur hundruð innanbúðarmenn úr tískuheiminum undirritað bréfið.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert