Flytja flokksþing repúblikana

Frá flokksþinginu í fyrra.
Frá flokksþinginu í fyrra. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á Twitter í gær að hann hyggist ekki halda flokksþing repúblikana í Charlotte í N-Karolínu í sumar. Þess í stað verði þingið haldið í öðru ríki, en ráðgert er að það verði tilkynnt á næstu vikum.

Ástæðan að baki tilfærslunni er sú að ríkisstjóri N-Karolínu, demókratinn Roy Cooper, er ekki reiðubúinn til að uppfylla áður gefin loforð. Fór Bandaríkjaforseti fram á að hægt yrði að fylla Spectrum Arena í Charlotte auk þess sem viðstöddum yrði ekki gert að vera með grímu, en ríkisstjórinn lagðist gegn því. 

Ríkisstjórinn hafði áður fallist á tillögur ríkisstjórnar Trump, en ber nú fyrir sig að breyttar aðstæður valdi því að slíkt standi ekki lengur til boða. Eftir samtal við Bandaríkjaforseta var niðurstaðan sú að flokkurinn myndi leita til annars ríkis. Ráðgert var að um 5.000 manns kæmu saman á flokksþinginu auk fjölda annarra gesta, blaðamanna og öryggisstarfsfólks. 

mbl.is