Herða ákæru Chauvin — hinir þrír einnig ákærðir

Chauvin er nú í fangelsi.
Chauvin er nú í fangelsi. AFP

Lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem ákærður var í síðustu viku fyrir að hafa orðið George Floyd að bana, verður nú ákærður fyrir morð af annarri gráðu. 

Áður hafði Chauvin verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu. Nýja ákæran gerir heldur ekki ráð fyrir að morðið hafi verið viljaverk, en hefur þó í för með sér harðari viðurlög, verði Chauvin fundinn sekur.

Þrír lögreglumenn til viðbótar, sem voru á vettvangi, verða einnig ákærðir. Frá þessu greinir öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Amy Klobuchar.

Atvikið hefur hrundið af stað öldu mótmæla um öll Bandaríkin þar sem fólk lýsir óánægju með kerfisbundið kynþáttahatur og ofbeldi lögreglu.

mbl.is