Opið nágrönnum öðrum en Ítölum

Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis, lagar andlitsgrímu á blaðamannafundi í dag.
Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis, lagar andlitsgrímu á blaðamannafundi í dag. AFP

Landamæri Austurríkis verða opnuð fyrir þeim ríkjum sem eiga landamæri að landinu frá og með morgundeginum nema Ítalíu.

Ferðafólk frá Þýskalandi, Liechtenstein, Sviss, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi þurfa ekki að fara í sóttkví eða sæta öðrum sóttvarnaráðstöfunum við komuna til Austurríkis.

„Staðan varðandi þessi lönd verður því eins og hún var fyrir heimsfaraldur kórónuveiru,“ sagði Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra landsins.

Hann bætti því við að því miður væri staðan ekki nógu góð á Ítalíu en sagði að það myndi vonandi breytast fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert