Stærsti fellibylurinn í 70 ár gengur á land

Tré fjarlægð af vegi í bænum Alibag á vesturströnd Indlands.
Tré fjarlægð af vegi í bænum Alibag á vesturströnd Indlands. AFP

Yfirvöld í Mumbai á Indlandi hafa óskað eftir því að fyrirtækjum og verksmiðjum verði lokað og fólk haldi sig heima við vegna fellibyljarins Nisarga.

Hann er sagður sá stærsti sem hefur gengið yfir Indland í rúm sjötíu ár. Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í strandbænum Alibag, sem er um 100 kílómetrum suður af Mumbai, síðdegis í dag.

Íbúum í Alibag hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
Íbúum í Alibag hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. AFP

Að minnsta kosti 100 þúsund manns hafa verið flutt á öruggari staði í ríkinu Maharashtra, þar sem Mumbai er höfuðborgin, og í nágrannaríkinu Gujarat.

Á meðal þeirra sem verða fluttir í burtu eru tæplega 150 manns sem eru sýktir af kórónuveirunni og hafa legið á sjúkrahúsi í Mumbai.

Samkomubann hefur verið í gangi á Indlandi vegna veirunnar og þangað til á morgun mega ekki fleiri en fjórir koma saman utandyra.

Frá Mumbai í morgun.
Frá Mumbai í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert