Þýskur fangi undir grun vegna hvarfs McCann

McCann hvarf árið 2007.
McCann hvarf árið 2007. AFP

Þýskur fangi, 43 ára að aldri, er nú í brennidepli rannsóknar Scotland Yard á hvarfi Madeleine McCann fyrir þrettán árum.

Lögregla telur hann hafa verið á svæðinu þar sem telpan, þá þriggja ára, sást síðast í maí árið 2007.

Í fangelsi af ótengdum ástæðum

Kallað var eftir upplýsingum frá almenningi í þýska sjónvarpinu í kvöld, en vonast er eftir fregnum af húsbíl sem maðurinn ferðaðist á um Portúgal á þessum tíma, auk Jagúar-bifreiðar sem var einnig í hans eigu. Bifreiðin skipti um skráðan eiganda daginn eftir að McCann hvarf.

„Einhver þarna úti veit miklu meira en hann gefur uppi,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Cranwell, sem fer fyrir rannsókninni, í samtali við fréttastofu BBC.

Maðurinn mun vera í fangelsi af öðrum ótengdum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hann fleiri dóma á bakinu. Ekki er gefið upp hvers kyns þeir eru.

mbl.is