Landamæri Spánar opnuð bráðlega

Á landamærum Spánar og Portúgals.
Á landamærum Spánar og Portúgals. AFP

Landamæri Spánar að Frakklandi og Portúgal verða opnuð að nýju 22. júní en þá verða liðnir þrír mánuðir frá lokun þeirra að sögn ráðherra ferðamála, Reyes Maroto.

Maroto greindi frá þessu á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum í morgun. Hún segir að á sama tíma verði ákvæðið um tveggja vikna sóttkví fellt úr gildi. 

Í gær var samþykkt á spænska þinginu að framlengja neyðarástandinu í síðasta skiptið en það gildir til 21. júní. Þetta er í sjötta skiptið sem neyðarástanið hefur verið framlengt frá því kórónuveirufaraldurinn hófs.

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, segir að ekki verið farið fram á endurnýjun þess og verulega hefur verið dregið úr þeim hömlum sem ríkt hafa á Spáni frá því um miðjan mars. 

Útgöngubannið var á fáum stöðum í Evrópu jafn víðtækt og á Spáni en alls hafa um 27 þúsund látist af völdum COVID-19 þar í landi. Aðeins 60 hafa látist þar síðustu vikuna.

177 greiddu atkvæði með frumvarpinu en 155 voru á móti og 18 sátu hjá. 

Sanchez segist vonast til þess að ferðafrelsi verði almennt komið á og að landamæri landsins verði opnuð að fullu fyrir erlenda ferðamenn um næstu mánaðamót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert