Lýsir yfir neyðarástandi vegna olíuslyss

20.000 tonn af dísilolíu enduðu ofan í á eftir að …
20.000 tonn af dísilolíu enduðu ofan í á eftir að olíutankur gaf sig. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir neyðarstigi í landinu vegna olíuslyss í Norilsk, sem er staðsett innan norðurheimskautsbaugsins, þar sem 20.000 tonn af dísilolíu enduðu ofan í á eftir að olíutankur gaf sig.

Samkvæmt frétt Guardian er um að ræða slys hjá verksmiðju á vegum Nornickel, sem heldur úti fjölda verksmiðja á svæðinu og veldur því að borgin Norilsk er einn mengaðasti staður heims.

Á fjarfundi vegna slyssins ávítaði Pútín forstjóra Nornickel fyrir að hafa ekki tilkynnt mengunarslysið, en yfirvöldum á svæðinu var ekki gert viðvart fyrr en tveimur dögum eftir að olíutankurinn gaf sig. „Eigum við að komast að því að það sé neyðarástand í gegnum samfélagsmiðla? Er ekki í lagi með ykkur þarna?“ spurði Pútín forstjórann, en ríkisstjóri í Krasnoyarsk þar sem borgin Norilsk er staðsett sagðist ekki hafa vitað af alvarleika ástandsins fyrr en hann sá fjallað um það á samfélagsmiðlum.

Pútín ákvað að lýsa yfir neyðarástandi í Rússlandi til þess að hægt væri að grípa til úrræða til þess að hreinsa olíuna úr náttúrunni.

Rannsóknarnefnd Rússlands, sem rannsakar alvarlega glæpi, hefur hafið þrjár mismunandi rannsóknir á tildrögum og afleiðingum slyssins.

„Er ekki í lagi með ykkur þarna?“ spurði Pútín forstjóra …
„Er ekki í lagi með ykkur þarna?“ spurði Pútín forstjóra Nornickel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert