Sagði forsætisráðherra að stíga af grasinu

Forsætisráðherran brást hinn rólegasti við og bað teymið að færa …
Forsætisráðherran brást hinn rólegasti við og bað teymið að færa sig. AFP

Ástralski forsætisráðherrann Scott Morrison fékk orð í eyra í beinni útsendingu fyrir að standa á grasi á lóð íbúa á svæði þar sem til stendur að fara í húsnæðisuppbyggingu.

Morrison var staddur í bænum Googong í New South Wales þar sem hann var að kynna nýja húsnæðisáætlun ríkisstjórnarinnar þegar nágranni sá ástæðu til að reka hann og sjónvarpsteymið af nýslegnu grasinu í garði hans.

Forsætisráðherran brást hinn rólegasti við og bað teymið að færa sig, líkt og sjá má á mynskeiði af atvikinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert