Fjölmargar ábendingar um hvarf Madeleine

Fangelsið í Kíel þar sem Christian B. afplánar.
Fangelsið í Kíel þar sem Christian B. afplánar. AFP

Bresku lögreglunni hafa borist 270 símtöl og tölvupóstar varðandi hvarf Madeleine McCann eftir að hún biðlaði til almennings um að hafa samband ef fólk byggi yfir upplýsingum tengdum hvarfi stúlkunnar.

Yfirmaður Scotland Yard, Mark Cranwell, segir í samtali við Sky lögregluna þakkláta yfir viðbrögðum almennings og að unnið sé að forgangsröðun þeirra ábendinga sem hafa borist.

Á miðvikudagskvöldið voru birtar upplýsingar um þýskan fanga,Christian B, sem er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfiMadeleine íAlgarve í Portúgal þar sem hún var í leyfi með fjölskyldu sinni í maí 2007.

Bifreiðin sem Þjóðverjinn var á í Algarve þegar Madeleine McCann …
Bifreiðin sem Þjóðverjinn var á í Algarve þegar Madeleine McCann hvarf. AFP

Fram hefur komið að Þjóðverjinn, sem er 43 ára gamall, hafi sagt öðrum manni þar sem þeir sátu á bar að hann hafi átt aðild að hvarfi Madeleine. Eins hafi hann sýnt félaga sínum myndskeið af sér þar sem hann nauðgar 72 ára gamalli konu í Algarve árið 2005.

Í desember var hann dæmdur fyrir þá árás og fékk hann sjö ára fangelsisdóm sem hann afplánar í Þýskalandi. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir barnaníð að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla í gær.

Þýskir saksóknarar telja að Madeleine sé látin og að sögn lögreglu er hvarf hennar þar í landi rannsakað sem morðrannsókn. Aftur á móti lítur breska lögreglan enn á málið sem mannshvarf þar sem engar öruggar sannanir hafa komið fram um hvort hún er á lífi eða látin.

Saksóknari íBraunschweig, HansChristianWolters, segir aðChristian B sé kynferðisglæpamaður sem hafi þegar verið dæmdur fyrir glæpi gegn litlum stúlkum og hann afpláni nú langan dóm.Wolters segir aðChristian B hafi dvalið reglulega íAlgarve-héraði frá 1995 til 2007 og að mestu framfleytt sér með glæpum, svo sem innbrotum á hótelum og íbúðum. Þýska lögreglan segist ekki telja að morðið hafi verið skipulagt fyrirfram.

Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007 og hefur ekkert spurst …
Madeleine McCann hvarf 3. maí 2007 og hefur ekkert spurst til hennar síðan. AFP

Clarence Mitchell, talsmaður foreldra Madeleine, Kate og Gerry, segja í viðtali við Sky News að miðað við allt það sem lögregla hafi sagt og gert þá virðist þetta vera það merkilegasta sem komið hafi fram síðustu 13 árin af hálfu lögreglunnar. Foreldrar Madeleine séu enn vongóð um að dóttir þeirra finnist á lífi en þau séu raunsæ. Þau vilji einfaldlega vita hvað gerðist fyrir dóttur þeirra.

Samkvæmt frétt Sky var Christian B. á bar í Þýskalandi ásamt félaga sínum þegar frétt var sýnd í sjónvarpinu um hvarf Madeleine. Sagðist hann hafa átt aðild að hvarfinu og hafði félagi hans samband við lögreglu og lét vita af ummælum Christinans. Þetta var þegar 10 ár voru liðin frá hvarfi stúlkunnar. Á þeim tíma var hann þegar í fangelsi grunaður um barnaníð. 

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert