Hafa náð tökum á olíumenguninni

Um 15.000 tonn af olíu enduðu ofan í á og …
Um 15.000 tonn af olíu enduðu ofan í á og 6.000 tonn í jarðveginum. AFP

Yfirvöld í Rússlandi kveðjast hafa náð tökum á olíumenguninni sem varð er 20.000 tonn af dísilolíu enduðu í jarðvegi og ofan í á í Norilsk þegar olíutankur gaf sig.

Samkvæmt talskonu yfirvalda hefur tekist að stöðva frekari dreifingu olíunnar út frá því svæði sem mengast hefur.

Olíuslysið varð á föstudag er olíutankur í eigu Nornickel gaf sig. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir neyðarstigi í landinu þessa vegna í gær, eftir að hafa ávítað stjórnendur Nornickel fyrir að hafa ekki tilkynnt slysið.

Umhverfisverndarsinnar segja að um stærsta olíuslys sem orðið hefur innan norðurheimskautsbaugsins sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert