Landamærin verði opnuð í lok júní

Við Bratislava-Berg landamærastöðina í Slóvakíu og Austurríki.
Við Bratislava-Berg landamærastöðina í Slóvakíu og Austurríki. AFP

Ylva Johansson, sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, telur að í lok júní eigi að opna landamæri aðildarríkjanna en ferðabann ríkjanna inn í Schengen-svæðið hefur verið í gildi frá 17. mars.

Þetta kom fram í máli hennar áður en hún fór á fund ráðherra ríkjanna í morgun. Einhver ESB-ríkjanna hafa opnað landamæri sín að nýju en önnur eru enn lokið. 

Ylva Johansson fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB.
Ylva Johansson fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB. AFP

Langar biðraðir mynduðust við landamæri Austurríki og Slóvakíu í gær eftir að landamæraeftirliti vegna kórónuveirunnar var hætt. Austurríki opnaði landamæri sín í gær fyrir utan landamærin við Ítalíu.

Svo virðist sem landamæraverðir í Slóvakíu hafi ekki verið upplýstir um málið því það kom mörgum á óvart að vera stöðvaðir á leiðinni yfir til Austurríkis. Allir þeir sem fara yfir til Austurríkis þurfa að sýna vottorð um að hafa farið í sýnatöku vegna COVID-19 nýverið og niðurstaðan hafi verið neikvæð. Að öðrum kosti bíður þeirra tveggja vikna sóttkví við komuna til Slóvakíu. Eina leiðin til að losna undan sóttkvínni er að leggja fram gögn sem sýna fram á að þeir hafi verið innan við tvo sólarhringa í burtu sem kemur sér vel fyrir þá sem vilja skjótast yfir til að heilsa upp á ættingja og vini eða versla í Austurríki.  

AFP

„Ekki nógu gott. Ég mun koma aftur þegar landamærin verða opnuð að fullu,“ segir Lazlo Turkazavo, sem býr í Austurríki en ætlaði að skreppa yfir til Slóvakíu. Hann ákvað að snúa við eftir að í ljós kom að það var flóknara en hann taldi að fara yfir landamærin. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert