Vilja banna samstöðumótmæli

Fyrir utan hæstarétt í Sydney í dag.
Fyrir utan hæstarétt í Sydney í dag. AFP

Ástralska lögreglan vill láta banna Black Lives Matter mótmæli sem boðað hefur verið til í Sydney á morgun. Ástæðan sem lögreglan gefur upp er að hætta á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Gert er ráð fyrir að 10 þúsund muni taka þátt í göngunni á morgun í Sydney og sýni þar samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjunum. Jafnframt er mótmælt hvernig lögreglan kemur fram við frumbyggja í Ástralíu en þeir hafa ítrekað dáið í haldi áströlsku lögreglunnar. 

Nú hefur lögreglan, með stuðningi borgarfulltrúa á hægri væng stjórnmálanna, farið fram á það við hæstarétt í Nýju Suður-Wales að mótmælin verði lýst ólögleg vegna þess að enn er í gildi regla um fjarlægðarmörk á milli fólks og samkomubann. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert