Biden með nægan fjölda kjörmanna

Joden Biden.
Joden Biden. AFP

Joe Bieden hefur tryggt sér nægan fjölda kjörmanna til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í kosningunum vestanhafs í haust. 

Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, játaði sig sigraðan í apríl.

„Ég er stoltur að segja að við göngum til kosninganna sem sameinaður flokkur,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem Biden sendi frá sér í gærkvöld.

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þriðjudaginn 3. nóvember en þar etur Biden kappi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Flestar skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á Trump nú þegar rétt tæpir fimm mánuðir eru í kosningarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert