Dæmd fyrir að láta barnið sitt stela

Vöruhúsið Gekås í Ullared er það eitt stærsta í Skandinavíu …
Vöruhúsið Gekås í Ullared er það eitt stærsta í Skandinavíu og er það helsta kennileiti smábæjarins. Ljósmynd/Gaisjonke/Wikipedia

Sænsk hjón voru í vikunni dæmd fyrir að nota barn sitt til að reyna að stela vörum úr vöruhúsinu Gekås í Ullared í Svíþjóð. Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra. Foreldrarnir voru þá staðnir að verki við að kaupa bakpoka sem þau höfðu fyllt af vörum úr versluninni án þess að láta þess getið. Báru foreldrarnir fyrir sig að barnið hefði fyllt sennilega fyllt pokann af vörum og þeir gleymt að fjarlægja þær.

Kom þá í ljós að barnið var einnig verið klætt í fjöldann allan af ógreiddum fötum á leið sinni út úr vöruhúsinum auk þess sem móðirin og amma barnsins höfðu nærföt úr versluninni í fórum sínum.

Eftir að hafa verið staðin að verki, greiddi fjölskyldan fyrir vörurnar á staðnum. Það breytir þó ekki ákvörðun þingsréttar um að dæma foreldrana og ömmu barnsins fyrir þjófnað. Var það mat dómsins að foreldrarnir og amman hefðu tekið sig saman um að misnota barnið í þeim tilgangi að stela úr versluninni. Voru þau dæmd til sektargreiðslu upp á 40 dagsbætur (s. dagsböter) hvert, en fjárhæð hverrar dagsbótar veltur á tekjum fólks og getur numið á bilinu 50 til 1.000 sænskra króna.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert