Leiðtogi Al-Qua­eda felldur

Abdelmalek Droukdel.
Abdelmalek Droukdel. AFP

Leiðtogi Al-Qua­eda í Norður-Afríku, Abdelmalek Droukdel, var felldur af frönskum hersveitum á miðvikudag í Malí. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, segir að nánir samstarfsmenn Droukdel hafi einnig verið felldir.

Droukdel var á meðal helstu stjórnenda hryðjuverksamtakanna í heiminum en hann stjórnaði vígamönnum samtakanna í Norður-Afríku, samkvæmt franska varnarmálaráðherranum.

Parly sagði að áfram yrði leitast við að klófesta leiðtoga samtakanna.

Um fimm þúsund franskir hermenn eru á Sahel-svæðinu í Afríku þar sem barist er gegn hryðjuverkasamtökum. 

Hópurinn sem Droukdel stýrði er með aðsetur í norðanverðu Malí þaðan sem mannrán og árásir eru skipulagðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert