Ný-fasistar og boltabullur mótmæla saman

AFP

Hundruð ný-fasistar og boltabullur komu saman á Circo Massimo leikvanginum í Róm í dag til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. 

Einhverjir mótmælendur köstuðu flöskum og reyksprengjum í átt að lögreglu og blaðamönnum eftir að til átaka kom á milli tveggja mótmælenda eftir að annar þeirra ræddi við fjölmiðla.

AFP

Mótmælendur kölluðu „blaðamenn, hryðjuverkamenn“ að lögreglu og blaðamönnum sem fylgdust með mótmælunum.

Skipuleggjendur mótmælanna skrifuðu áFacebook-síðu sem er vinsæl meðan ný-fasista og öfgafullra  fótboltaaðdáenda að mótmælin yrðu ekki ofbeldisfull og ekki tengd stjórnmálum. Bandaríska sendiráðið varaði meðal annars þegna sína um að vera á ferli í nágrenninu þar sem búast mætti við óeirðum.

AFP

Lögreglan handtók átta mótmælendur samkvæmt frétt Il Messaggero og segir þar að í fyrstu hafi um tvö þúsund tekið þátt en fljótlega fækkað til muna í hópnum. 

Meðal þátttakenda voru harðir stuðningsmenn Lazio en flestir stuðningsmenn knattspyrnuliða vildu ekki taka þátt þar sem mótmælin væru of tengd stjórnmálum.

AFP
AFP
mbl.is