Borgarstjórinn bauð mótmælendur velkomna

Mótmælendur í bandarísku höfuðborginni í gær.
Mótmælendur í bandarísku höfuðborginni í gær. AFP

Tugþúsundir komu saman á götum margra stærstu borga Bandaríkjanna í gærkvöld og nótt til að mót­mæla dráp­inu á Geor­ge Floyd og til að sýna sam­stöðu gegn órétt­læti sem svart­ir Banda­ríkja­menn mæta.

Fólk hélt á mynd af George Floyd.
Fólk hélt á mynd af George Floyd. AFP

Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram en lögregla hafði girt af stórt svæði í kring­um Hvíta húsið með hárri svartri járn­g­irðingu.

Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, bauð mótmælendur velkomna og sagði að fólkið hefði sent Donald Trump Bandaríkjaforseta skilaboð. 

Trump þakkaði lögreglu fyrir störf sín í nótt og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Hann bætti því við að mannfjöldinn sem kom saman í Washington væri minni en gert hafði verið ráð fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert