Ekki óskað eftir að Andrés verði framseldur

Andrés prins.
Andrés prins. AFP

Ekki verður óskað eftir að Andrés Bretaprins verði framseldur til Bandaríkjanna vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein, að sögn dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

William Barr sagði við Fox News að aðild hertogans af Jórvík að málinu gegn Epstein snúist ekki um færa hann í hendur yfirvalda heldur að „fá hann til að veita einhverjar upplýsingar“.

Spurður hvort það standi til að óska eftir framsali prinsinn, sem er sextugur, svaraði Barr: „Nei“.

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandarískir saksóknarar hafa reynt að ná tali af Andrési í marga mánuði vegna Epstein, sem framdi sjálfsvíg í fangaklefa í New York er hann beið réttarhalda vegna ákæru um mansal.

Virg­inia Roberts Giuf­fre seg­ir Epstein hafa þvingað hana til að hafa kyn­mök með Andrési í þrjú skipti á ár­un­um 2001 til 2002, þar af tvisvar sinn­um þegar hún var und­ir lögaldri. Andrés hef­ur neitað þessu.

mbl.is